UM LJÓSBERANN
Ljósberinn skermagerð var stofnuð
í agúst 2011.
Hjónin Unnur Karlsdóttir og Davíð Bjarnason eiga og reka Ljósberann skermagerð.
Unnur er myndlistamaður og er menntuð textilhönnuður og fatahönnuður.
Unnur hefur unnið ýmis störf, sem teiknikennari, handavinnukennari,
grafískur hönnuður og í félagsstarfi aldraða sem handvinnukennari.
Davíð er þúsundþjalasmiður, en vinnur sem bílstjóri á daginn og í frítíma sínum hannar hann ljós, lampa og húsgögn.
Unnur og Davíð bjuggu í Danmörku í 10 ár og byrjuðu þar að hanna lampa, skerma og húsgögn. Þau notuðu gamalt efni í húsgögnin, endurnýtti tré úr gömlum húsum og fleira.
Ljósberinn skermagerð endurnýtir einnig efni í skermana sína og lampana .Þau nota rekavið, fitings, gömul blöð, dúka, gardínur, sokkabuxur, fiskiroð og ýmislegt fleira.
Einnig flytja þau inn hágæða skermaefni til að nota í skermana, og nota sérstaka grunna fyrir endur nýttu efnin.
Ljósberinn fer aðrar leiðir í sinni hönnun, sem er bæði skemmtileg og falleg.
Viðgerðir
Ljósberinn sérhæfir sig í að gera við skerma.
Einnig viðgerðir fyrir hótel, fyrirtæki, veitirngahús og heimili.
Hönnum lampa og ljós sem er til sölu hjá okkur á vinnustofunni.



Hér er smá sýnishorn af því sem þau gerðu í Danmörku þegar þau bjuggu þar.